Námskeið í boði
 
 
 
Lög og reglur

Markmiðið er að bílstjórinn þekki helstu atriði í lögum og reglum um vöru- og farþegaflutninga og um stór ökutæki sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma.

 
 
 
Vistakstur

Markmiðið er að bílstjórinn þekki hugmyndafræði vistaksturs og með hvaða hætti hann getur lágmarkað eldsneytiseyðslu og umhverfismengun og hámarkað öryggi sitt og annarra í umferðinni með réttu aksturslagi.

 
 
 
Umferðaröryggi/Bíltækni

Markmiðið er að bílstjórinn þekki vegakerfið og helstu hættur sem eru til staðar eða geta skapast í tengslum við ytri aðstæður, s.s. við mismunandi veðurskilyrði. Einnig að hann þekki helstu tegundir og orsakir umferðar- og vinnuslysa og þekki aðferðir við slysavarnir.

 
 
 
 
 
 
Farþegaflutningar

Markmiðið er að bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða.

 
 
 
Vöruflutningar

Markmiðið er að bílstjórinn gangi af öryggi frá og festi mismunandi tegundir farms. Bílstjóri þekki reglur um, notkun farm- og fylgiskjala sem krafist er í flutningum bæði innanlands sem og á milli landa.

 
 
 
Vinnuvistfræði og mannlegi þátturinn

Markmiðið er að bílstjórinn velti fyrir sér þáttum sem hafa áhrif á vinnuvist og íhugi hvaða þættir eru undir eigin stjórn. Að bílstjórinn þekki þætti í daglegu lífi og starfsumhverfi sem hafa áhrif á öryggi, heilsu, andlega, félaglega og líkamlega líðan. Að bílstjórinn þekki einkenni og áhrif þreytu og streitu og íhugi lífsstíl og leiðir til að viðhalda árvekni og góðri heilsu. Að bílstjórinn nýti sér ofangreinda þekkingu til að hlúa að eigin heilsu og fyrirbyggja álagstengd vandamál.

 
 
 

Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar