Um námið


Endurmenntun atvinnubílstjóra

Endurmenntunin skal fara fram hjá viðurkenndum námskeiðshaldara með leyfi Samgöngustofu. Fjöldi kennslustunda skal vera samtals 35 stundir í 7 stunda lotum síðustu fimm árin fyrir endurnýjun. 

 

Endurmenntunin skiptist í þrjá hluta:

Kjarni: 21 kennslustund. Vistakstur – öryggi í akstri, lög og reglur og umferðaröryggi – bíltækni. Allir verða að taka kjarna.

Valkjarni: 7/14 kennslustundir. Farþega- og vöruflutningar. Bílstjóri sem er bæði með réttindi til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni hefur val um hvorn hluta valkjarnans hann tekur en hann má líka taka báða. Bílstjóri sem eingöngu er með réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni verður að taka farþegaflutningahlutann og bílstjóri sem eingöngu er með réttindi til vöruflutninga verður að taka vöruflutningahlutann.

Val: 7/0 kennslustundir. Í vali getur bílstjóri sótt sérhæft námskeið sem varðar starf hans og fellur efnislega undir námskrá Samgöngustofu fyrir flokka aukinna ökuréttinda frá janúar 2005. Sérhæft námskeið í vali skal viðurkennt af Samgöngustofu.
 

Réttindin eru gefin til kynna með tákntölunni 95 og er lok gildistíma sett í sviga aftan við tákntöluna. Talan gildir í öllum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins og veitir bílstjóra aðgang að atvinnumarkaði bílstjóra í þessum ríkjum.


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar